Víking er gæðabjór sem bruggaður er úr íslensku vatni. Víking brugghús framleiðir fjórtán ólíkar bjórtegundir sem hlotið hafa fjölda alþjóðlegra verðlauna auk þess sem Víking gylltur hefur lengi verið vinsælasti bjórinn í Vínbúðinni enda þrívegis unnið til verðlauna sem besti lagerbjór í heimi.

Saga Víking brugghúss nær allt aftur til ársins 1939. Lengst af var gosdrykkjaframleiðsla í forgrunni enda bjór bannvara á Íslandi mest alla öldina. Þegar sala bjórs var leyfð árið 1989 sneri Víking sér einvörðungu að bjórframleiðslu sem hún hefur lagt stund á síðan. 

Deila: #skálfyrirþér